Minnt er á að nú er hægt að tilnefna til Íslensku menntaverðlaunanna 2022.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum. Ein verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf, ein verðlaun veitt framúrskarandi kennara og ein verðlaun veitt framúrskarandi þróunarverkefni, auk sérstakra hvatningarverðlauna.
Sérstök athygli er vakin á því að í ár bætist við nýr verðlaunaflokkur: Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun, ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar.
Tilnefningar þurfa að berast fyrir 1. júní, en viðurkenningarráð velur þrjár til fimm tilnefningar í hverjum flokki til kynningar á alþjóðadegi kennara 5. október. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í nóvember og RUV mun sýna frá afhendingunni.
Nánari upplýsingar um verðlaunin og tilnefningarnar er að finna á þessari slóð: https://skolathroun.is/menntaverdlaun/