Í gær hjóluðu kapparnir í Team Rynkeby Ísland gegnum Dalvíkurbyggð, komu við í Byggðasafninu Hvoli þar sem forstöðumaður safna, starfsmaður Byggðasafnsins, sviðsstjóri Fræðslu-og menningarsviðs og sveitarstjóri tóku á móti liðinu með bros á vör og heitt kaffi í kuldanum. Hópurinn kynnti sér Byggðasafnið og hélt svo leið sinni áfram inn á Árskógssand þar sem þau komu við í Bruggsmiðjunni Kalda og í Bjórböðunum. Sjá nánari upplýsingar á facebook síðunni Team Rynkeby Ísland en hópurinn er að safna fyrir Félag krabbameinssjúkra barna og hægt er að leggja inn frjáls framlög.
Frábært framtak hjá þessum hjólagörpum!