Sveitaferð á Sökku

Sveitaferð á Sökku

Í gær fórum við í okkar árlegu vorferð í sveitina. Að þessu sinni heimsóttum við Dag Ými vin okkar en hann býr á Sökku. Við skoðuðum litlu nýfæddu lömbin, heimilishundana, hænurnar og sáum einnig þegar kúnum var hleypt út. Við fengum gott veður og allir fengu að leika sér og upplifa sveitina og það sem hún hefur upp á bjóða. Að lokum fengum við kringlur að narta í og bauð foreldrafélagið upp á djús en einnig borguðu það rútuna sem ferjuðu okkur fram og til baka. Færum við félaginu bestu þekkir fyrir það. Þetta var yndislegur dagur og gaman að sjá hvað margir foreldrar sáu sér fært að koma með okkur. Myndirnar tala sínu máli en þær má sjá í myndasafni. Takk kærlega fyrir okkur kæra heimilisfólk á Sökku :)