Laugardaginn 15. júní verður Svarfaðardalshringur Eimskips. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir – annars vegar Svarfaðardalshringinn, sem er tæpir 26 km. og hins vegar 10 km. Nýjung í ár er hjólreiðakeppni og skulu hjólreiðakappar hjóla tvo Svarfaðardalshringi – um 50 km.
Hlaupurum og hjólreiðamönnum verður startað í Svarfaðardalshringinn kl. 9:00 laugardaginn 15. júní á Skíðabrautinni, til móts við Víkurröst. Startað verður í 10 km. hlaupið kl. 10:00 við bæinn Steindyr í vestanverðum Svarfaðardal. Hlauparar koma sér sjálfir á startstað 10 km. hlaupsins. Svarfaðardalshringurinn er lagður bundnu slitlagi að ca. 5 km. frátöldum.
Hlaupa-/hjólareiðagögn (númer og leiðarlýsing í Svarfaðardalshringinn) verða afhent föstudaginn 14. júní á skrifstofu Eimskips í Oddeyrarskála á Akureyri milli kl. 16:00 og 19:00. Einnig verða númer afhent við Víkurröst milli kl. 8:00 og 9:00 að morgni 15. júní.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki í bæði Svarfaðardalshringnum og 10 km. hlaupinu. Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hjólreiðakeppninni í karla- og kvennaflokki.
Dalvíkurbyggð býður öllum þátttakendum frítt í sund að loknu hlaupinu/hjólreiðunum.
Skráning og frekari upplýsingar á www.hlaup.is Ekkert skráningargjald verður í hlaupið/hjólreiðarnar.