Sundlaug Dalvíkur - útboð

Sundlaug Dalvíkur - útboð
Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur á sundlaug Dalvíkur, verkið felst í að setja ný yfirborðsefni á laugarkar, breytingum á vaðlaugum og pottum, ásamt yfirborðsefnum og endurnýjun lagna á útisvæði ásamt endurnýjun á hreinsikerfi laugarinnar.
 
Helstu stærðir:

Vatnsyfirborð lauga og potta: 384 m²
Gröftur: 470 m³
Steypa: 26 m³
Laugarker: 331 m²
Flísalögn á sundl.kant: 75 m²
Flísalögn á potta: 70 m²
Rafstrengir: 1500 m
Sundlaugarlampar: 12 stk.
Rafmagnstöflur: 2 stk.
 
Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is  og verða þau afhent frá og með 16. janúar n.k.
 
Tilboð skulu berast á ofangreint netfang, eða í lokuðu umslagi í þjónustuver skrifstofu Dalvíkurbyggðar Ráðhúsinu Dalvík, fyrir kl. 11:00 miðvikudaginn 8. febrúar 2017.
 
Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14:00 í fundarsal Ráðhúss Dalvíkur 3. hæð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
 
Dalvíkurbyggð