Sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð

Sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð

Eftirfarandi sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð eru laus til umsóknar:

___________________________________________________________________________________

Tímabundið starf hjá Eigna- og framkvæmdadeild - nánar hér

Starfsmaður starfar undir deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar.

Áætlaður starfstími er frá 1. maí til 31. október 2022.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á íbúagáttinni í umsókninni Atvinnuumsókn og velja þar Tímabundið starf á eigna-og framkvæmdadeild

Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. 

__________________________________________________________________________________

Flokkstjóri vinnuskóla - nánar hér

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar auglýsir laust starf flokkstjóra vinnuskóla.
Viðkomandi þarf að vera góð fyrirmynd, sterkur leiðtogi og hafa áhuga á að vinna með ungmennum. 

Starfstími er 10 vikur, frá 30. maí – 12. ágúst 2022
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á íbúagáttinni í umsókninni Atvinnuumsókn og velja þar Flokkstjóri Vinnuskóla.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.

__________________________________________________________________________________

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir sumarstarfsfólki.

Sumarstarfsfólk í heimilisþjónustu

Starfsmenn vantar í sumarafleysingar í 70% -100% stöðuhlutfall til að sinna heimilisþjónustu.
Vinnutími er frá 8-16 virka daga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa bíl til umráða. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf. 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starf á íbúagáttinni í umsókninni Atvinnuumsókn og velja þar Sumarstarf - Heimilisþjónusta.

Upplýsingar gefur Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri hjá félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar, í netfangið: eyrun@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4900.

__________________________________________________________________________________

Söfn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn óskar eftir starfsfólki - nánar hér

Við leitum nú að einstaklingum sem hafa áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi í sumar. Um er ræða störf frá 50-90% starfshlutfalli auk helgarvinnu en starfsstöðvar eru Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Byggðasafnið Hvoll og Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Starfsmenn öðlast þannig innsýn í heim ferðaþjónustunnar og grunnþætti safnastarfs í sveitafélaginu.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starf á íbúagáttinni, Atvinnuumsókn safna og velja þar Söfn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð

Allar frekari upplýsingar veitir Björk Hólm, forstöðumaður safna, í síma 460-4931 eða á netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is