Lárey Valbjörnsdóttir hefur nú lokið starfi sínu sem aðstoðaleikskólastjóri hér á Kátakoti. Þökkum við henni fyrir skemmtilegan tíma og vel unnin störf á Kátakoti um leið og við óskum henni góðs gengis í nýju starfi. Þann 1. maí mun svo nýr aðstoðaleikskólastjóri taka til starfa en það er Sunna Alexandersdóttir leikskólakennari frá Akureyri. Hlökkum við til að fá hana til starfa og vinna með henni
Þriðjudaginn 1. febrúar byrjaði hún María Jónsdóttir leikskólakennari hjá okkur en hún hefur meðal annars unnið á leikskólanum Krílakoti í nokkur ár og hefur því góða starfsreynslu innan leikskólageirans. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar
Í dag miðvikudaginn 9. febrúar mun hún Elín Rós sem hefur verið einn af hópstjórum yngri barna (2006) hætta hjá okkur af persónulegum ástæðum, þökkum við henni fyrir skemmtilegan tíma og vel unnin störf á Kátakoti um leið og við óskum henni góðs gengis í nýju starfi. Væntanlega verður nýr starfsmaður ráðin í hennar stöðu innan skamms, en það verður tilkynnt nánar síðar.