Við Árskógarskóla er laust til umsóknar 50% starf skólaliða frá janúar 2018.
Árskógarskóli hóf starfsemi í ágúst 2012 og er leik- og grunnskóli með um 40 nemendur. Upplýsingar um skólann má nálgast á heimasíðu:
http://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/
Starfið felst aðallega í móttöku, skömmtun og frágangi á aðsendum mat í mötuneyti skólans í félagsheimilinu, þrifum og ræstingu sem og lítilsháttar innkaupum. Starfsmaðurinn þarf að vera sveigjanlegur og tilbúinn að sinna tilfallandi verkefnum í samvinnu við annað starfsfólk og með nemendum á leik- og grunnskólastigi í leik og námi utan og innan kennslustofu í skóla og félagsheimili.
Leitað er að aðila sem:
- Hefur áhuga á vinnu með börnum.
- Hefur til að bera góða samskiptahæfni.
- Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
- Hefur gleði og umhyggju að leiðarljósi.
- Er snyrtilegur og ber virðingu fyrir umhverfi skólans.
- Er reglusamur og samviskusamur.
- Er hraustur á sál og líkama.
- Hefur hreint sakarvottorð.
Árskógarskóli er reyklaus vinnustaður.
Vinnutíminn er 10-14 eða eftir samkomulagi sem hentar báðum aðilum. Æskilegt er að sá sem er ráðinn geti hafið störf í byrjun janúar.
Allar nánari upplýsingar gefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í síma 460-4971, 699-1303 eða gunnthore@dalvikurbyggd.is.
Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2017