Launafulltrúi
Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða launafulltrúa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið
- Launavinnsla og frágangur launa
- Launaröðun og launagreiðslur skv. kjara- og ráðningarsamningum
- Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu og kjaratengd mál
- Ýmis umsjón og utanumhald í tengslum við starfsmannakerfi og upplýsingar
- Úrvinnsla gagna
- Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda
- Vinnur að gerð launaáætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Háskólamenntun kostur , ekki skilyrði
- Þekking og reynsla af launavinnslu og/eða bókhaldi æskileg
- Góð þekking á upplýsingatækni
- Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt Starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar. Í samræmi við jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Umsjón með starfinu hafa Jónína Guðmundsdóttir (jonina.gudmundsdottir@capacent.is) og Halla Björk Garðarsdóttir (halla.gardarsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, http://www.capacent.is/