"Söngvökur í Svarfaðardal" er nýjung í ferðaþjónustu hérna á svæðinu.
"Jólavaka í Tjarnarkirkju" er orðin fastur liður í kringum jól í Svarfaðardal en Kristjana Arngrímsdóttir söngkona hefur staðið fyrir þessum söngvökum ásamt Kristjáni E. Hjartarsyni . Boðið er heim í bæ að lokinni dagskrá í kaffi og smákökur.
Nú er hægt að panta söngvökur á öllum tíma árs fyrir litla og stærri hópa allt að 60 manns. Í fallegu sveitakirkjunni á Tjörn er boðið upp á fjölbreytta söngdagskrá og sem fyrr eru það Kristjana og Kristján sem flytja.
Allar nánari upplýsingar veitir Kristjana Arngrímsdóttir í síma 466 1855 eða 862 6155