Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldið söngkvöld í Dalvíkurkirkju. Þar komu fram Kirkjukór Dalvíkur, Mímiskórinn, Samkór Svarfdæla og Karlakór Dalvíkur auk einsöngvaranna Kristjönu Arngrímsdóttur og Matthíasar Matthíasarsonar. Kristjana koma fram með kvartett og söng lögin Jólin allstaðar og Hátíð fer að höndum ein en Matthías kom fram með Kirkjukór Dalvíkur og söng Nóttin var sú ágæt ein.
Fjöldi fólks sótti tónleikanan og var kirkjan þétt setin. Óhætt er að segja að þessi kvöldstund hafi tekist vel og allir tónlistarmennirnir skiluðu sínu frábærlega. Eftir að söng kóra og einsöngvara lauk var samsöngur undir stjórn Magnúsar Gunnarssonar prests og tóku tónleikagestir vel undir og sungu sig inn í nóttina.
Það er ómentanlegt að eiga slíkt hæfileikafólk sem Dalvíkurbyggð á og tók þátt í þessu kvöldi. Vonandi verður það að hefð og við fáum aftur að njóta kvöldstundar í kirkjunni að ári, hlýða á söng og fá sjálf að taka þátt í lokinn og lyfta andanum þannig upp á hærra plan.