Íþróttamiðstöðin og stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Dalvíkurbyggð ætla að bjóða íbúum uppá tvennskonar námskeið og kennslu í skriðsundi.
Skriðsundstækninámskeið fyrir þá sem synda og "afplána" sína metra og vantar uppá skriðsundstæknina og hvatann. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum.
Skriðsundskennsla fyrir þá sem kunna ekki skriðsund og vilja læra það frá grunni. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum.
Þetta verða 4 vikna námskeið 2 x í viku klukkutíma í senn frá 18:30 til 19:30 og hefst mánudaginn 4. nóvember.
Aðalheiður Ýr sér um kennslu og þjálfun. Hún er fyrrum keppniskona í sundi og hefur bæði þjálfað sund og verið með fólk í einkakennslu.
Námskeiðið kostar kr. 3.000.- Allir þeir sem ná 60% mætingu á námskeiðið fá þriggja mánaða sundkort í verðlaun frá íþróttamiðstöðinni til að halda áfram á eigin vegum. Einnig fá þátttakendur gilt sundkort á meðan að á námskeiðinu stendur (því hægt að fá aðgang í allt að 4 mánuði í sund með þessu námskeiði)
Íþróttamiðstöðin getur haft milligöngu um að panta froskalappir fyrir þá sem það vilja (á kostnaðarverði fyrir þátttakendur)
Skráning og nánari upplýsingar hjá Gísla Rúnari, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa:
gislirunar@dalvikurbyggd.is (einnig hægt að skrá sig í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar)
Skipulag tímanna:
1. tími - Förum yfir helstu þætti sem kemur að því að læra að njóta þess að synda
- Líkamslega
- Öndun
- Fótatök
- Synda á réttum hraða miðað við púls
2. tími - Áhersla á fótatök og finna taktinn fyrir öndun.
- Stöðug fótatök
- Velta axlargrindar
- Taktur og öndun
3. tími - Farið yfir handtök
- Öndun
- Velta axlargrindar
- Handtök
- Taktur
4. tími - Samhæfing
- Legan í vatninu
- Stöðug fótatök
- Taktur
- Öndun
5. tími - Samhæfing og nýting handtaka
- Lengd handtaks
- Tækniæfingar sem auka vegalengd á hvert sundtak
- Taktur
- Öndun
6. tími - Samhæfing og meiri tækni
- Höldum áfram með handtök
- Bætum við hraða
- Taktur
- Öndun
7. tími - Samhæfing og nýting handtaka
- Undirtak og grip
- Tækniæfingar sem auka grip
8. tími - Samantekt
- Upprifjun
- Uppsetning þjálfunar (prógrams) til þess að halda áfram að synda