Í Dalvíkurskóla er nú verið að vinna verkefni sem heitir Skólavinir en þar er markvisst verið að fylgjast með samskiptum og líðan nemenda. Skólavinaverkefnið er samstarfsverkefni nemenda 7. bekkjar og skólastjórnenda.
Markmið verkefnisins er að:
• efla samskipti milli yngri og eldri nemenda
• skapa samkennd og sameiginlega ábyrgð
• eldri nemendur fái tækifæri til að sýna yngri nemendum virðingu og vináttu
• efla vitund eldri nemenda um mikilvægi vináttu og neikvæðar hliðar eineltis.
• spjalla við nemendur og koma af stað leikjum
Hlutverk skólavina:
• aðstoða yngri nemendur í forstofunni
• fylgjast með nemendum á skólalóðinni í frímínútum
• vera yngri nemendum sýnileg og veita aðstoð
• fylgjast með vináttu og láta vita ef einhverjir eru einmanna
Skólavinir starfa 3-4 saman, eina viku í senn. Úti í frímínútum klæðast þeir áberandi vestum. Á mánudögum hitta þeir deildastjóra sem fer yfir verkefni vikunnar og í lok vikunnar eru störf skólavina metin.
Nánari upplýsingar um verkefni má finna á www.dalvikurskoli.is