Dalvíkurbyggð auglýsir eftir skólastjóra tónlistarskólans. Leitað er eftir orkumiklum og metnaðarfullum einstaklingi með ríka árangursþörf og framúrskarandi samskiptahæfni.
Hæfniskröfur:
• Mikill áhugi á velferð barna og ungmenna
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum
• Góð fyrirmynd starfsmanna og nemenda
• Menntun og hæfni í hljóðfæraleik
• Haldgóð reynsla af skólastjórnun
• Farsæl kennslureynsla
• Reynsla af samvinnu við skóla og nærsamfélagið
• Góð reynsla af þróunarverkefnum
• Vinnusemi og víðsýni
• Hæfni til að tjá sig á íslensku í máli og riti
• Rík árangursþörf og mikill metnaður
Umsækjendur skulu senda ferilskrár rafrænt til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Hildar Aspar Gylfadóttur, á netfangið hildur@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Jafnframt skal kynningarbréf fylgja umsókn þar sem ástæður umsóknar eru raktar, rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið sem og hugmyndir umsækjenda um hvernig góður tónlistarskóli í 2000 manna samfélagi er. Hreint sakavottorð er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2012.