Skapanornir í Svarfaðardal

Helgina 26.-28. október verður haldið námskeiðið "Skapanornir - námskeið fyrir konur" að Húsabakka í Svarfaðardal og er það Mardöll, félag um menningararf kvenna, sem heldur námskeiðið. Á þessu námskeiði eru fornsögur, goðsögur og þjóðsögur notaðar sem speglar fyrir lífið. Um leið og rifjaður verður upp sagnaarfurinn verður notast við þær Freyju, Brynhildi, Kráku, Melkorku,  Skapanornirnar, álfkonuna, tröllkonuna og fleiri magnaðar gyðjur og konur til að leiðbeina okkur í lífinu. Unnið verður með drauma, stunduð hugleiðsla og yoga og notið lífsins í fallegu umhverfi.

Leiðbeinendur eru:  Valgerður H. Bjarnadóttir  og  Anna Dóra Hermannsdóttir

Valgerður er félagsráðgjafi, með framhaldsnám í draumafræðum,  helgum kvennafræðum og trúarheimspeki. Hún hefur unnið að ráðgjöf og fræðslu með áherslu á menningarsögu, trú, drauma og sjálfsstyrkingu kvenna í áratugi og rekur fyrirtækið Vanadísi.

Anna Dóra er yogakennari frá Kripalu Center for Yoga and Health og hefur kennt yoga, hugleiðslu og slökun síðastliðin 12 ár.  Hún hefur starfað sem landvörður og leiðsögukona og rekur nú Yogasetrið í Svarfaðardal.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 895 3319, á  vanadis@vanadis.is eða www.vanadis.is