Sérfræðingur á fræðslusviði - afleysing

Fræðsluskrifstofa Dalvíkurbyggðar óskar eftir starfsmanni í 60-80% starf frá seinni hluta mars til áramóta 2012.


Hæfniskröfur:
• Mjög góð samskipta- og skipulagshæfni
• Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Einlægur áhugi á skólamálum
• Geta til að vinna undir tímabundu álagi svo og sjálfstæð vinnubrögð
• Hreint sakavottorð

Í boði er starf sem:
• felur í sér lærdómstækifæri svo sem tækifæri til þekkingaröflunar
• styður við þekkingarmiðlun
• tækifæri gefst til að starfa með einstaklingum að fjölbreyttum verkefnum
• veitir tækifæri á góðri yfirsýn yfir fræðslumál sveitarfélagsins
• veitir möguleika á sveigjanlegum vinnutíma
• bíður upp á svo margt, margt fleira

Upplýsingar veitir Hildur Ösp, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs í síma 862-7800. Umsóknir skulu sendar á netfangið hildur@dalvikurbyggd.is 
fyrir 17. janúar 2012