RARIK vinnur að endurnýjun á háspennurofum í aðveitustöðinni á Dalvík. Til þess að það sé mögulegt þarf fyrst að koma fyrir bráðabirgða rofum utan við núverandi húsnæði. Þ.a. hægt sé að rífa eldri rofa og koma nýjum fyrir. Stefnt er að því að færsla á tengingu rofa RARIK við spenni Landsnet á Dalvík verði framkvæmd aðfaranótt mið. 4. maí. Við þá aðgerð verður rafmagnslaust í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppi og Hrísey. Á sama tíma verður einnig unnið við viðhaldsvinna á aðalspenni RARIK á Siglufirði.
2-3. maí verður undirbúningsvinna með rafmagnsleysi við tengingar inn í Svarfaðardal og út í Hrísey.
Tilkynningar með nákvæmari tímasetningum og staðsetningu verða sendar til notenda í gegnum tilkynningarkerfi RARIK (SMS/t-postur) þegar nær dregur.