Af gefnu tilefni bendum við á að engin breyting verður á sorphirðudagatali fyrir Dalvíkurbyggð um jól og áramót þar sem dagatalið hittir að þessu sinni ekki á neina rauða daga.
Hér má sjá sorphirðudagatalið 2021
Opnunartími Endurvinnslustöðvarinnar að Sandskeiði yfir hátíðirnar er sem hér segir:
- Lokuð á aðfangadag
- Opin á Gamlársdag frá 10-13 í stað 15-18
- Lokuð á Nýársdag
Að öðru leyti er ekki breyting á opnunartíma.
Við hvetjum íbúa sveitarfélagsins til að nýta sér opnunartíma endurvinnslustöðvarinnar í stað þess að yfirfylla tunnurnar sínar, sem gjarnan vill verða sökum meira sorps heimilanna yfir hátíðirnar.
Að sjálfsögðu minnum við á sama tíma alla á að vera duglegir að flokka.
Þeir sem eiga enn eftir að sækja klippikort á gámasvæði fyrir árið 2021 eru einnig hvattir til að sækja það fyrir jólin.
Gjaldskylt (klippt af korti):
Blandaður úrgangur
Heimilisúrgangur
Grófur úrgangur/Húsgögn
Lífrænn úrgangur
Dýrahræ
Timbur
Steinefni( gler-mold-múrbrot)
Garðaúrgangur
Plast sem ekki eru umbúðir
Til endurvinnslu (ekki klippt af korti):
Plastumbúðir
Bylgjupappi
Drykkjarfernur
Dagblöð/tímarit
Málmar
Landbúnaðarplast
Steikingarfeiti
Raftæki
Hjólbarðar
Spilliefni
Steinefni og garðaúrgangur er gjaldfrír (án klipps) sé honum komið af viðkomandi beint í
Hrísarhöfða. En tekið er klipp af korti berist slíkur úrgangur á gámavöll.