Þriðjudaginn 7. október 2014 var fundur haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar.Farið var yfir veðurspá síðasta mánaðar og voru fundarmenn að vonum mjög sáttir við síðustu spá þar sem segja má að hún hafi með öllu gengið eftir.
Búast má við að veður verði mjög svipað í október eins og það var í september, með smá sviptingum sem þó er engin ástæða til að hafa áhyggjur af. Fullt tungl er 8. október og er það hagstætt hvað varðar hitastig í næstu framtíð. Nýtt tungl mun kvikna 23. okt. í NV kl. 21:57 og er það vetrartungl. Það mun hafa áhrif á veðurfar í nóvember en bíðum með frekari útlistun á veðurfari þann mánuðinn. Þó svo að klúbbfélagar dragi af því ályktanir þá verður því haldið innan klúbbsins þar til næsta spá verður gefin út.
Með haustkveðju,
Veðurklúbburinn á Dalbæ