Þriðjudaginn 31. janúar næstkomandi kl. 14:00 verður haldinn kynningarfundur í Bergi menningarhúsi undir yfirskriftinni Nýr ferðamannavegur á Norðurlandi.
Ferðamannavegurinn, sem hefur fengið nafnið Arctic Coastline Route, er verkefni sem miðar að því að kortleggja ferðamannaveg sem liggur meðfram strandlengju Norðurlands, frá Langanesbyggð yfir í Skagafjörð. Vegurinn byggir á afþreyingu og gistingu sem þegar er til staðar nálægt ströndinni auk þess sem það ýtir undir frekari þróun í ferðaþjónustu á þessu svæði. Verkefnastjóri verkefnisins, Christiane Stadler, verður með kynningu á Arctic Coastline Route og fer kynningin fram á ensku. Christinane mun fara almennt yfir verkefnið, markmið þess, áherslur og næstu skref.
Fulltrúar ferðaþjónustuaðila á svæðinu og annað áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn og kynna sér verkefnið.
Verkefnið er samstarfsverkefni Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar