Nóvember - Tengja Húsabakkaskóla

 Nóvember -Tengja

Húsabakka 7. nóvember 2004

Heil og sæl,

þá er komið að útgáfu nóvember Tengju. Hún er heldur seinna á ferðinni en vant er og beðist er velvirðingar á því. Á undanförnum vikum hefur margt verið öðruvísi en áætlanir Húsabakkaskóla gerðu ráð fyrir og munum við reyna eftir bestu getu að spila úr þeim aðstæðum.

Heimanám eftir verkfall:

Margir nemendur hafa nú fengið í hendur lestrarspretti frá kennara sínum. Aðrir nemendur eru hvattir til þess að lesa í kjörbókum sínum í a.m.k 30 mínútur á dag. Þetta er gert til þess að fríska upp á lesturinn eftir langt verkfall. Bókaskrímslið er orðið horað og hungrað og lætur öllum illum látum á efstu hæðinni. Það er nú ekki hættulegra en svo að það hefur lofað nemendum ís í eftirrétt þegar þeir hafa lesið 10.000 blaðsíður. Í síðustu viku höfðu nemendur lesið rúmlega 5.000 bls. svo það er ekki langt í ísinn J

Með Tengju fylgir nú bæklingur frá Námsgagnastofnun sem foreldrar geta kynnt sér ef þeir vilja nýta sér efnið sem stofnunin er með aðgengilegt á vef sínum. Foreldrar yngri barna geta líka kynnt sér bæklinginn lestrarefni fyrir yngstu nemendurna. Annað heimanám verður í eðlilegum skömmtum. Foreldrar eru hvattir til þess að hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst og ef þeir vilja frekari upplýsingar um heimanám barna sinna.

Atkvæðagreiðsla miðlunartillögu sáttasemjara:

Eins og flestum er eflaust kunnugt var verkfalli grunnskólakennara frestað þann 1. nóv. sl. þegar sáttasemjari ríkisins lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Nú um þessar mundir fer fram atkvæðagreiðla tillögunnar. Ef hún verður samþykkt verður skólahald með eðlilegum hætti en ef hún verður felld mun verkfall hefjast aftur þann 9. nóvember.

Talning atkvæða fer fram mánudaginn 8. nóvember. Seinni part þess dags verða úrslit atkvæðagreiðslunnar ljós. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með fréttum þann dag. Einnig verður hægt að fylgjast með á heimasíðu Húsabakkaskóla http://husabakkaskoli.ismennt.is .

Ef ekkert verður af verkfalli verður skólalífið á Húsabakka eftirfarandi:

Danskennslan:

Á síðasta þriðjudag byrjaði danskennslan og eru allir námshópar og leikskólinn í dansi hjá Ingu Möggu.

8:10 - 9:10

4. 5. og 6. bekkur

9:30 - 10:30

7. og 8. bekkur

10:35-11:05

Leikskólinn

11:05-12:05

1. og 2. bekkur

Danskennslan fer fram þrjá næstu þriðjudaga í litla salnum á Rimum og er foreldrum velkomnið að koma og fylgjast með og taka þátt í dansinum.

Haustfundur foreldra:

Haustfundur foreldra verður fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20:30 í mötuneyti skólans. Á fundinum verður farið í gegnum starf vetrarins með skólastjóra og kennurum. Á fundinum verða foreldrar einnig beðnir um að skrá sig á næturvaktirnar og í önnur störf sem þeir sinna á skólaárinu.

Tónfundur:

Tónfundur verður fimmtudaginn 11. nóvember kl. 10:00 - 11:00. Þar spila þeir nemendur skólans sem eru í tónlistarnámi. Nemendur er minntir á að hafa hljóðfærin sín og nótur með sér í skólann þann dag.

Kennaranemar:

Kennaranemarnir frá KHÍ sem áttu að koma til okkar í síðasta mánuði koma

8. nóvember. Þeir verða á Húsabakka í tvær vikur og taka svo þær þrjár vikur sem eftir verða eftir áramót. Nemarnir heita Marín Hallfríður og Erna Þórey. Þær munu kenna tveimur elstu námshópunum okkar íslensku.

Dagana 16. og 17. nóvember fáum við kennaranema frá Háskólanum á Akureyri í heimsókn. Þetta eru nemar á öðru ári og koma þeir til þess að kynna sér skólastarfið.

Breytt skóladagatal:

Vegna verkfallsins höfum við á Húsabakka þurft að endurskoða skóladagatalið og breyta því ögn.

Námsmat haustannar sem vera átti 8. - 11. nóvember fellur niður. Nemendur verða einungis prófaðir í lestri. Sumir nemendur hafa þegar lokið því og aðrir verða prófaðir 8. nóvember.

Starfsdagur kennara sem vera átti 12. nóvember fellur niður og verður kennsla samkvæmt stundaskrá þann dag.

Foreldraviðtöl sem eru fyrirhuguð þann 15. nóvember verða hins vegar á sínum stað. Okkur þótti við hæfi að hitta foreldra og meta með þeim stöðuna þrátt fyrir fáa skóladaga á haustönn. Á foreldradeginum verða kennarar til viðtals frá kl. 8:00-13:30. Foreldrar geta komið hvenær sem þeir vilja á þessum tíma. Ef einhver einn tími hentar betur en annar geta foreldrar haft samband við umsjónarkennara og pantað þann tíma sem hentar best.

Þemaviku verður frestað um eina viku. Hún verður þá í vikunni 29. nóv. til

2. desember. Þetta er gert til þess að taka tillit til samræmdra prófa sem eiga að vera í þeirri viku sem áætluð var þemavika hjá okkur.

Sala Bleðils frestast þá einnig um eina viku eða til 8. desember.

Kennarar verkgreina munu skipta þeim verkgreinatímum sem eftir eru þannig að allir eldri nemendur fá jafn marga tíma í öllum verkgreinum. Þetta þýðir að enginn missir t.d. af næstum öllum tímum sínum í einni verkgreininni. J

            Eins og málin standa þegar þetta er ritað mun annað á skóladagatalinu okkar halda sér.

Nýja skóladagatalið geta foreldrar nálgast í skjalasafni á heimasíðu skólans. Þeir sem vilja fá útprentað dagatal hafi samband við skólastjóra.

 

Dagur íslenskrar tungu:

Dagur íslenskrar tungu er þann 16. nóvember. Af því tilefni verður samvera á sal í litla salnum á Rimum kl. 11:25-11:55. Að venju er dagurinn helgaður upplestri og munu nemendur 7. bekkjar lesa upp en þessi dagur er einmitt upphafið að undirbúningi fyrir Stóru upplestrarkeppina. Ef tími vinnst til verður samverunni lokið með söng undir stjórn Hjörleifs Hjartarsonar. Allir velkomnir.

Skólastjóri í leyfi 19. - 23. nóv.:

Undirrituð verður í leyfi dagana 19. - 23. nóv. á meðan geta foreldrar og nemendur snúið sér til staðgengils hennar, Hjörleifs Hjartarsonar.

Samræmd próf 4. og 7. bekkjar:

Samræmd próf 4. og 7. bekkjar verða að öllu óbreyttu sem hér segir: 

Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 9:30 - 12:00 íslenska

Föstudaginn 26. nóvember kl. 9:30-12:00 stærðfræði

Nemendur eru í skólanum samkvæmt stundaskrá fyrir og eftir samræmd próf. Þetta þýðir að skólatími þessara bekkja breytist ekkert þó þeir taki samræmd próf þessa daga.

Þemadagar og gisting:

Fyrri þemadagar skólaársins eru áætlaðir vikuna 29. nóv. til 3. des. Þá daga vinna nemendur að útgáfu skólablaðsins Bleðils og byrja undirbúning fyrir árshátíð skólans sem verður 16. des. n.k. Þema Tengja verður gefin út þegar nær dregur og hlutirnir eru orðnir skýrari.

Bleðill:

Nemendur eru beðnir um að vera duglegir heima hjá sér að skrifa og teikna í skólablaðið Bleðil. Vegna verkfallsins er minni tími aflögu í skólanum til þess að vinna efni í blaðið. Söfnunarkassanum fyrir efni í Bleðil verður komið fyrir á pallinum 8. nóvember og ritnefndin tekur til starfa fljótlega upp úr því.

Annað:

Lilja Vilhjálmsdóttir skólahjúkrunarfærðingur er með viðveru í Húsabakkaskóla alla miðvikudaga frá kl. 10:3