Á síðasta fundi fræðsluráðs var samþykkt að halda áfram niðurgreiðslu á skólaakstri fyrir framhalds - og háskólanema líkt og verið hefur. Fræðsluráð leggur til að niðurgreiðslum verið haldið áfram á 40 ferða kortum og verði frá og með 1. janúar 2010, 15.000kr. vegna ferða til Akureyrar og 6.000kr. vegna ferða til Ólafsfjarðar.
Að auki hefur SBA Norðurland, sem hefur sérleyfi á þessum akstursleiðum, gefið aukinn afslátt af 40 ferða kortunum og er afsláttur þar nú 50% og gildir sá afsláttur fyrir alla. Þannig geta allir nýtt sér þann afslátt en ekki eingöngu framhalds - og háskólanemar.
Fyrir þá sem eru á leið í skólann er ferðin hins vegar nú orðin mjög ódýr en kortið kostar með 50% afslætti 24.000kr. og þar að auki dregst frá 15.000kr. niðurgreiðsla sveitarfélagsins. Þannig er ferðin komin niður í 225kr. eða 450kr. fram og til baka fyrir framhalds - og háskólanema.
Á Dalvík stoppar rútan á morgnanna við hraðahindrun hjá lögreglustöðinni, við N1 og til móts við Olís. Á morgnanna stoppar rútan svo fyrir utan framhaldsskólana og háskólann þannig að þeir sem eru á leið þangað er í raun keyrt heim að dyrum.
Á leiðinni heim er hægt að ná rútunni við Umferðamiðstöðina og við Bónus (sem stendur við hringtorgið á leið inn í bæinn)
Nánari upplýsingar um tímaáætlun er að finna á heimasíðu SBA.