Námskeið í taulitun verður haldið miðvikudaginn 18. nóvember í Menningar og listasmiðjunni Húsabakka. Kenndar verða ýmsar aðferðir við að lita efni með Procion MX taulitum frá Jacquard. Þessir litir eru vinsælustu taulitir í heiminum í dag og fást loksins á Íslandi. Þeir eru mjög einfaldir og auðveldir í notkun og bjóða uppá marga möguleika. Ekki þarf að standa við potta og lita heldur fixerast þeir við stofuhita. Kennari Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður. Nánari upplýsingar og skráning í síma 4661526/8684932 (Ingibjörg) fyrir 17. nóvember. Námskeiðsgjald kr 4.800
Námskeið í tauþrykki verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember í Menningar og listasmiðjunni Húsabakka. Kenndar verða ýmsar aðferðir við að lita og þrykkja efni með textíllitum frá Jacquard og Shiva paintstik litum. Farið verður yfir stimplaþrykk, þrykk í gegnum ramma og hvernig er hægt að mála efni og spreyja. Einnig prófum við að æta burt liti. Textíllitirnir frá Jacquard eru fyrir öll efni þar með talin gerviefni og leður. Kennari Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður. Nánari upplýsingar og skráning í síma 8684932/4661526 (Ingibjörg) fyrir 17. nóvember. Námskeiðsgjald kr 6.800