Í gær voru settar upp merkingar á skilti við stofnanir Dalvíkurbyggðar. Merkingin segir hvaða stofnun er starfrækt á viðkomandi stað og svo er saga húsanna undir þar sem sagt er frá byggingarári, hönnuð, verktaka og fleiru skemmtilegu. Einnig var í leiðinni skipt um merkingu á stóra skiltinu við Ásgarð þar sem götukort af Dalvík var. Núna er þar nýtt götukort af Dalvík ásamt korti af Dalvíkurbyggð. Götukort eru einnig komin við Árskógssand og Hauganes. Merkingar á götum Dalvíkur, Árskógssands og Hauganes eru tilbúnar en eftir er að hengja þær upp og verður það gert á næstunni.
Núna er tilvalið að ganga milli skilta og lesa um sögu húsanna. Eftirfarandi skilti eru komin upp:
- Leikskólinn Krílakot
- Leikskólinn Fagrihvammur
- Dalvíkurskóli
- Tónlistarskóli Dalvíkur/Námsver
- Sundlaug Dalvíkur
- Sundskáli Svarfdæla
- Slökkvistöð Dalvíkur
- Hita- og vatnsveita Dalvíkur
- Víkurröst félagsmiðstöð
- Hvoll Byggðasafn
- Leikskólinn Leikbær
- Árskógarskóli
- Félagsheimilið Árskógur
- Húsabakki