Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Áherslur ársins 2014
• Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra
• Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema, og leikmanna
• Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu/ferðaþjónustutengdrar menningar
• Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára
• Verkefni eða aðilar sem ekki hafa fengið stuðning menningarráðs áður
• Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista
Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2013.
Úthlutun fer fram í febrúar meðfyrirvara um samþykki alþingis.
Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2014. Ein úthlutun verður á árinu 2014.
Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2014.
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is