Nú í byrjun febrúar fór fram keppni á Meistaramóti Íslands í frjálsum í þróttum og sendi UMSE sjö keppendur til leiks auk þess sem einn keppandi frá HSÞ og einn frá USAH slógust í hópinn.
Bestum árangri hjá UMSE náði hin kornunga Guðbjörg Ósk Sveindóttir frá Grenivík en hún átti frábæra helgi í keppni við hina fullorðnu og gaf þeim ekkert eftir. Guðbjörg varð í 4. sæti í 60m grindahlaupi á tímanum 9,67 sek en fyrir mót átti hún 10,19 sekúndur þannig að hún stórbætti sig í þessari grein. Guðbjörg náði auk þess 6. sæti í þrístökki með 9,98m
Annar árangur var eftirfarandi:
Dalvík: Arlinda Fejzulahi gerði sér lítið fyrir og kastaði 9,54m í kúluvarpi og náði í úrslit og endaði í 8.sæti. Ólöf Rún Júlíusdóttir varð 7. í stangarstökki með 2,40m
Smárinn: Steinunn Erla Davíðsdóttir átti gott mót en hún varð 5. í 200m hlaupi með 27,41 sek sem er hennar besti tími á þessu ári. Steinunn varð einnig 9. í 60m hlaupi með 8,44 sek sem er einnig hennar besti tími á þessu tímabili.
Samherjar: Sjá einnig Guðbjörgu hér að ofan, Kristján Rögnvaldsson varð 8. í 400m hlaupinu á tímanum 51,69 sek, Sveinborg Katla varð 6. í stangarstökki með 2,55m og 7. í 60m grindarhlaupi á tímanum 10,79 sek sem er bæting hjá henni. Hermann Sæmundsson varð síðan 6. í 800m hlaupi með 2:17 mín.