Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.
Rafrænt umsóknarform, verklagsreglur vegna úthlutunar, Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018, áhersluþættir við styrkveitingar til meistaranema 2017 og Starfsáætlun sambandsins árið 2017 er að finna á vef sambandsins, www.samband.is.
Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður við stefnumörkun sambandsins. Heimilt er að tilgreina verkefni þó svo að þau séu ekki í skjali yfir áhersluþætti við styrkveitingar 2017 en verkefnið verður þó að eiga góða skírskotun til stefnumörkunarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson.
Netfang: valur@samband.is
Sími: 515-4915
Umsóknafrestur er til miðnættis 1. febrúar 2017.