ATH. framlengdan frest - Leikskólinn Krílakot auglýsir

ATH. framlengdan frest - Leikskólinn Krílakot auglýsir

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 100% starf

Hæfniskröfur:

- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskipum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra

Sótt er um starfið á heimasíðu íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is  
Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2019.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2. janúar 2020.

Upplýsingar veitir: Guðrún H. Jóhannsdóttir leikskólastjóri Krílakots í síma 460-4950 eða á netfangið gudrunhj@dalvikurbyggd.is

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Sæki enginn leikskólakennari um kemur til greina að ráða einstakling með tilliti til menntunar og aðra starfsreynslu.

Á Krílakoti eru börn á aldrinum 9 mánaða - 6 ára. Deildirnar eru fimm og heita Skýjaborg, Sólkot, Mánakot, Kátakot og Hólakot. Haustið 2010 tók Krílakot sín fyrstu skref í átt að innleiðingu Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga sem er hugmyndafræði sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Aðferðin er kennd við Diane Gossen frá Kanada, en hún hefur þróað aðferðina og kennt hana víða um heim. Í Krílakoti hafa einnig verið unnin fjölmörg þróunarverkefni og má þar nefna verkefni tengd lestri, stærðfræði, fjölmenningu og útikennslu.