Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennara í um 90% framtíðarstarf frá 15. ágúst 2012. Vinnutími er 8:00-15:00. Umsóknarfrestur er til 29.júní 2012.
Hæfnikröfur:
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra
- Reynsla af starfi með börnum
Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Drífa Þórarinsdóttir í síma 466-1372.
Umsóknum og ferilskrá ber að skila í Krílakot eða á netfangið krilakot@dalvik.is. Móttaka umsókna verður staðfest.
Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.
Krílakot er þriggja deilda leikskóli, nemendur skólans eru frá 9 mánaða aldri til 3 ára. Í starfinu er áhersla lögð á umhyggju og fjölbreytt, skapandi starf og nám í gegnum leik. Krílakot er Grænfánskóli, leggur áherslu á læsi, tónlist og Uppeldi til ábyrgðar. Kjörorð skólans eru SKÖPUN, GLEÐI, ÞOR.