Leikbær kveður

Leikbær kveður

 

Dagvistin Árskógi var stofnuð 19. september 1985 og fékk síðar heitið Leikskólinn Leikbær. Í dag 13. júlí lýkur merkilegri sögu leikskólans þegar honum verður lokað. Leikskólinn var upphaflega stofnaður í tilraunaskyni en óvíst  var á þeim tíma hversu mikil þörf væri fyrir leikskóla á Árskógsströnd. Það sýndi sig þó fljótt að þörfin var mikil.

Í haust tekur við nýr sameiginlegur leik- og grunnskóli og í tilefni þessara tímamóta hefur börnum og starfsfólki verið færðar ýmsar gjafir undanfarna daga. Í dag, 13. júlí komu bæjarstjóri og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar færandi hendi með tertu handa bæði börnum og starfsfólki. Einnig kom formaður foreldraráðs Leikbæjar og börnin afhentu starfsfólki glæsilega listmuni að gjöf. 

Starfsfólk Leikbæjar þakkar allar þær góðu gjafir og kveðjur sem okkur hafa borist. 

Við þökkum foreldrum og börnum samfylgdina og allar frábæru stundirnar sem við höfum átt saman á liðnum árum og óskum ykkur góðs gengis í framtíðinni

Hér með lýkur fréttum á heimasíðu Leikbæjar

Kær kveðja - Starfsfólk :-)

Myndir frá kveðjustundum undanfarna daga