Þriðjudaginn 19. júní var lautardagur á Leikbæ. Börnin mættu að morgni í Brúarhvammsreit og þar var borðaður morgunverður. Því næst var börnunum skipt upp í hópa, farið var í gönguferðir, einhver börn fóru að teikna, önnur að tína blóm auk þess sem frjáls leikur fékk að njóta sín. Gústi kokkur færði okkur hádegisverð í skógreitinn en eftir það voru litlu krílin keyrð á Leikbæ og þau lögðu sig eftir mikla og góða útiveru. Eldri börnin hjálpuðu til eftir hádegisverðin, tóku saman og síðan var röllt´í leikskólann. Dagurinn gekk vel í alla staði og börnin nutu útiverunnar þrátt fyrir smá vætu :-)
Myndir frá velheppnaðri lautarferð