Þessa dagana er mikið um auglýsingar á lausum störfum til umsóknar hjá Dalvíkurbyggð.
Hér er samantekt yfir það sem í boði er:
Laus er til umsóknar staða skólastjóra Dalvíkurskóla
Dalvíkurskóli er 220 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni, virðing og vellíðan. Skólinn flaggar Grænfána og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið byggist á teymisvinnu og að nám og kennsla sé ávallt einstaklingsmiðað með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt skólasamfélag með samstöðu, jákvæðni og árangur að leiðarljósi. Staðan er laus frá 1. ágúst 2019.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2019
Laus eru til umsóknar sumarstarf hjá Umhverfis- og tæknisviði hjá Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus til umsóknar störf sumarstarfsmanna á eigna- og framkvæmdadeild. Starfstími er frá 1. júní til 31. ágúst 2019.
Umsóknarfrestur er til 5. maí 2019
Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir starfsfólki í sumarafleysingar.
Íþróttamiðstöð Dalvíkur leggur áherslu á öryggi gesta, veita góða þjónustu og að aðstaða sé ávallt snyrtileg. Það er líf og fjör í Íþróttamiðstöðinni frá morgni til kvölds.
Umsækjendur verða að eiga gott með að umgangast fólk, hafa ríka þjónustulund, vera stundvís, hafa ágæta tölvukunnáttu og að taka frumkvæði.
Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sbr. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Starfsmenn þurfa að hafa náð 20 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019
Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf flokksstjóra vinnuskóla
Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf flokksstjóra vinnuskóla.
Flokksstjórar vinnuskóla vinna náið með umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar og geta því einnig þurft að sinna störfum á því sviði.
Starfstími er frá 3 júní – 16. ágúst 2019
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019
Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir störf nemenda vinnuskóla.
Öll ungmenni sem stunda nám í grunnskóla í Dalvíkurbyggð fædd á árunum 2003, 2004 og 2005 geta sótt um, einnig ef nemandi á a.m.k. annað foreldri með lögheimili í Dalvíkurbyggð.
Vinnuskóli hefst 11. júní og er áætlaður starfstími eftirfarandi:
Árgangur 2003: 10 vikur, 6,5 klst. á dag.
Árgangur 2004: 8 vikur, 3,5 klst. á dag
Árgangur 2005: 5 vikur, 3,5 klst. á dag.
Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2019