Kvikmyndafélag Dalvíkurbyggðar verður stofnað sunnudaginn 2. mars klukkan 15:00 í Námsverinu (gamla skóla) (Tónlistarskóla). Fimm ungir menn standa fyrir þessari stofnun og eru allir velkomnir á stofnfundinn til að gerast stofnmeðlimir.
Tilgangur félagsins er að:
1. Félagið eigi minnst eina kvikmyndatökuvél
2. Félagið eigi minnst eina klippitölvu
3. Félagið eigi eða hafi greiðan aðgang að hljóð- og ljósabúnaði.
4. Meðlimir geti nýtt sér aðstöðu til vinnslu myndefnis
5. Meðlimir félagsins geri eftirfarandi:
- sjái um að festa viðburði í Dalvíkurbyggð á myndband
- minnst eina stuttmynd á ári
- taki viðtöl við einstaklinga um þróun byggðar og mannlífs
- fái aðila í heimsókn til námskeiðshalds
- endurveki bíó á Dalvík með eigin efni og vel valinna mynda
- skrifi handrit og setji á svið merka atburði í Dalvíkurbyggð