10. ágúst 2007
Byggðasafnið Hvoll hefur að undanförnu staðið að útgáfu kvers um handverksmenn í Svarfaðardal, á Upsaströnd, Dalvík og Árskógsströnd og hefur kverið nú litið dagsins ljós. Kverið í það fyrsta í röð nokkurra en samkvæmt lögum ber byggðasöfnum að taka mið af sögu síns starfssvæðis og kynna menningarsögu byggðarlagsins í máli og myndum. Það var ekki að ástæðulausu að handverksmenn yrðu fyrir valinu þar sem að í byggðalaginu hafa ávallt búið góðir handverksmenn. Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur tók saman texta ritsins en hann hefur áður skrifað um svarfdælska sögu sem og margvísleg sögu- og menningarleg efni fyrir ýmsa fjölmiðla. Þórarinn er frá Tjörn í Svarfaðardal. Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla styrkti verkið og er ritið til sölu á Byggðasafninu á vægu verði.