Allir greiðendur sorphirðugjalda fyrir heimili og sumarbústaði, geta nálgast klippikort í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar líkt og á síðasta ári. Klippikort fyrra árs er gjaldgengt þar til það klárast.
Með sorphirðugjöldunum fylgir eitt klippikort á ári hverri fasteign. Ef kortið klárast inna árs er hægt að kaupa nýtt kort á kr 12.300.- fyrir heimili og kr 6.150.- fyrir sumarbústaði í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar.
Eitt klipp á klippikortinu er 0,25 rúmmetrar, heildar rúmmetra fjöldi á hverju korti eru 4 rúmmetrar. Einungis er tekið klipp af förmum sem eru gjaldskyldir. Rekstraraðilar fá ekki klippikort afhent en þeir geta keypt sér kort í þjónustuveri og er þá innheimt í samræmi við gjaldskrá Dalvíkurbyggðar.
Mikilvægt er að allir sem koma með farma á gámavöll séu búnir að forflokka og rúmmálsminnka farminn eins og kostur er. Öðrum kosti má búast við að tekið sé klipp af öllum farminum
Gjaldskilt (klippt af korti) Til endurvinnslu (ekki klippt)
Blandaður úrgangur Plastumbúðir
Heimilisúrgangur Bylgjupappi
Grófur úrgangur/Húsgögn Drykkjarfernur
Lífrænn úrgangur Dagblöð/tímarit
Dýrahræ Málmar
Timbur Landbúnaðarplast
Steinefni( gler-mold-múrbrot) Steikingarfeiti
Garðaúrgangur Raftæki
Plast sem ekki eru umbúðir Hjólbarðar
Spilliefni
Steinefni og garðaúrgangur er gjaldfrír (án klipps) sé honum komið af viðkomandi beint í Hrísarhöfða. En tekið er klipp af korti berist slíkur úrgangur á gámavöll.