Á fundi íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs Dalvíkurbyggðar í gær var fjallað um kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2006. Á fund íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs mættu fulltrúar þeirra félaga sem tilnefna aðila til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar en þau eru eftirfarandi:
- Golfklúbburinn Hamar Sigurður Jörgen Óskarsson
- Skíðafélag Dalvikur. Daði Valdimarsson
- Sundfélagið Rán Berglind Sigurðardóttir
- Ungmennafélag Svarfdæla Garðar Níelsson
- Hestamannafélagið Hringur Lilja Björk Reynisdóttir
- Ungmennafélagið Reynir Marinó Þorsteinsson.
- Bridgefélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Ingvar Páll Jóhannsson.
Þeir sem tilnefndir og í kjöri eru:
Tilnefndir: Íþróttagrein: Nafn félags:
Björgvin Björgvinsson Skíði Skíðafélag Dalvíkur
Harpa Lind Konráðsdóttir Frjálsar íþróttir Ungmennafélagið Reynir
Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson Körfubolti Ungmennafélag Svarfdæla
Kristján Þorsteinsson Bridge Bridgefélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson Golf Golfklúbburinn Hamar
Sindri Vilmar Þórisson Sund Sundfélagið Rán
Stefán Ragnar Friðgeirsson Hestaíþróttir Hestamannafélagið Hringur
Viktor Jónasson Knattspyrna UMFS og Ungmennafélagið Reynir
Mætt var fyrir öll ofangreind félög og tóku fulltrúarnir þátt í kjörinu.
Kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verður síðan lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju föstudaginn 29 . desember n.k. kl. 17:00.
Að auki var tilnefnd Helga Níelsdóttir frá Blakfélaginu Rimar en þar sem tilnefning barst eftir tilskilinn tíma þá er hún ekki í kjöri.