Kaffihúsaferð

Kaffihúsaferð

Við erum svo menningarleg hérna í Kátakoti að við skelltum okkur á Þulu, kaffihúsið í Bergi í þessari viku. Þar tók Júlli vel á móti okkur og fræddi okkur heilmikið um jólaljósin í bænum og sýndi okkur handmálaðar laufabrauðskökur sem fólkið í Miðkoti gerir fyrir hver jól. Við skoðuðum einnig jólaplötuumslög sem eru til sýnis í Bergi. Það voru þó helst kennararnir sem áttu margir hverjir ýmsar minningar tengdar þessum plötuumslögum. Bara gaman að því

Eftir að hafa gætt okkur á dýrindis heitu súkkulaði með sykurpúðum og rjóma röltum við á bókasafnið og áttum þar góða stund.

Skoða má fleiri myndir á myndasíðunni okkar