Fjölskyldustund verður á byggðasafninu Hvoli laugardaginn 5. desember á milli kl. 14:00 og 17:00.
Hugrún Ívarsdóttir sem hefur rannsakað laufabrauðsgerð og munstur þeirra verður gestur á safninu frá kl. 14.30 – 16.30. Þar mun hún fjalla um laufabrauðsgerð í fortíð og nútíð. Einnig verður hún með sína gullfallegu dúka, svuntur ofl. til sýnis og sölu. Ekki er tekið við greiðslukortum.
Auk Hugrúnar þá ætlar Þröstur, 4 ára hressilegur strákur, að syngja nokkur jólalög fyrir okkur kl 15.15. Eftir sönginn hans verður svo samsöngur gesta og lesin jólasaga.
Verið öll hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti.
jólakveðjur frá Hvoli