Nú er komið að því að dómnefnd jólaskreytingasamkeppninnar fari í leiðangur og líti á jólaskreytingar á sveitarfélaginu. Dómnefndin verður að störfum eftir hádegi næstkomandi fimmtudag 11. desember og því erum að gera að bretta upp ermarnar og klára að skreyta. Veitt verða verðlaun fyrir fallegustu skreytinguna og verða þau afhent núna fyrir jól. Einnig verða veittar sérstakar viðurkenningar.
Þeir sem eiga eftir að skreyta eru hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum og taka þátt í þessari skemmtilegu hefð sem hefur skapast hérna í sveitarfélaginu.