Jólaskreytingarsamkeppni í Dalvíkurbyggð

Jólaskreytingasamkeppni

Hin árlega jólaskreytingasamkeppni í Dalvíkurbyggð verður að sjálfsögðu haldin í ár líka og verður fyrirkomulag keppninnar með svipuðu sniði og síðustu ár. Dómnefnd mun ferðast um Dalvíkurbyggð í desember og skoða skreytingar. Einnig getur fólk komið með tilnefningar um fallega skreytt hús, frumlegheit í skreytingum eða hvað sem menn vilja tilnefna. Tilnefningar er hægt að senda á netföngin vikprent@est.is eða á margretv@dalvik.is. Úrslitin verða svo kynnt í Bæjarpóstinum og þeim sem hlutskarpastir verða fá verðlaunin afhent heim til sín. Það er því ekki seinna vænna að draga fram jólaskreytingarnar og virkja listamanninn innra með sér í undurfögrum jólaskreytingum.