Hinn eyfirski, Jóla Kaldi og danskur Royal X-Mas (blár) bera höfuð og herðar yfir aðra bjóra samkvæmt niðurstöðum bragðkönnunar DV. Báðir fengu rúmar fjórar stjörnur að meðaltali hjá fjögurra manna dómnefnd, en dómnefndina skipuðu: Stefán Pálsson sagnfræðingur, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikskáld, Stefán Baldvin Guðjónsson, eigandi Smakkarinn.is, og Dominique Plédel Jónsson, eigandi Vínskólans.
Þrátt fyrir að dómararnir hefðu ekki samráð um einkunnagjöf var nokkur samhljómur í niðurstöðunum. Enginn dómari gaf öðrum bjór hærri einkunn en þeim tveimur sem enduðu efstir segir á vef DV.
„Fallegur bjór (litur og áferð), sæt lykt, mandarínur og jólatré. Í þessum bjór er hátíðarstemmning,“ sagði Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann um Jóla-Kalda.