Miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi verður haldið fyrirtækjaþing í Bergi menningarhúsi undir yfirskriftinni: Hvernig á að ná árangri í markaðssetningu. Þingið stendur yfir frá kl. 13:00-16:00.
Fyrirlesari: Gunnar Thorberg Sigurðsson
Allir sem hafa áhuga á markaðssetningu eru hvattir til þess að mæta og kynna sér málefnið.
Nánari lýsing:
Fyrirlestur um markaðssetningu þar sem farið er yfir grunnhugtök tengd árangursríkri markaðssetningu, undirbúning verkefna, greiningu á markaðssaðstæðum og stefnumótun. Námskeiðið er mjög praktískt þar sem komið er með dæmi um vel útfærðar markaðssaðgerðir og kenndar verða mikilvægustu leiðirnar við að móta skilaboð til að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum með skýrum hætti.
Auk þess er farið sérstaklega í uppbyggingu vefsvæða og markaðssetningu á netinu, helstu leiðir og nýjungar sem eru í boði á þessum vettvangi fyrir þá sem vilja stunda viðskipti á netinu.
- Undirbúningur verkefna og greiningar á markaðsaðstæðum
- Stefnumótun og aðgreining á markaði
- Mótun skilaboða í markaðsstarfi og val á miðlum.
- Markaðssetning á netinu helstu leiðir og tækifæri
- Uppbygging vefsvæða
- Hvernig á að skrifa texta sem nota á í markaðsstarfi og á netinu.
Um leiðbeinandann:
Gunnar Thorberg Sigurðsson er viðskiptafræðingur með masterspróf í rafrænum viðskiptum og hefur starfað við markaðssetningu á netinu frá árinu 2000. Gunnar hefur unnið sem markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja og stofnanna frá þeim tíma. Gunnar var adjunkt við Háskóla Íslands auk þess að hafa kennt við Háskólann í Reykjavík og á Bifröst.
Gunnar á og rekur fyrirtækið Kapall markaðsráðgjöf sem er auglýsingastofa og ráðgjafafyrirtæki sem er með áherslu á markaðsstarf á netinu.