Húsabakkakvöld í heimildarmynd

Húsabakkakvöld í heimildarmynd

 Um 20 hollvinir og velunnarar Húsabakka komu saman að Húsabakka í gærkveldi og unnu stórvirki á sviði trjáplöntunar og fleiri þjóðþrifaverka. Auk sveitunganna voru á staðnum hjónin Sabine og Thomas frá Hollandi og Þýskalandi sem ferðast um Ísland og gera heimildarmynd um upplifun sína. Tóku þau kvikmyndir og ljósmyndir af öllu sem fyrir augu bar og þóttust hafa himin höndum tekið að upplifa þá eindrægni og samhygð sem verkefnið á Húsabakka byggir á.  Sabine sem er ljósmyndari og hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka auk þess sem þau hjón  halda fyrirlestra og myndakvöld í Þýskalandi og Hollandi. 

 
Vaskur hópur hollvina Húsabakka