Til ykkar allra í Dalvíkurskóla vil ég segja takk!!
Takk fyrir að koma út í samfélag okkar og láta gott af ykkur leiða.
Það að sjá þessi glöðu ungmenni koma út í bæ og bjóða okkur íbúum, gestum og gangandi, fram aðstoð sína fékk mann til að staldra við og hugsa um náungakærleikann, virðinguna og velvildina sem við búum við hérna í okkar litla samfélagi.
Það að fara í fyrirtæki og stofnanir og til einstaklinga og syngja falleg jólalög, að aðstoða blaðburðafólk að koma blöðum til bæjarbúa í þessum miklu snjóþynglsum, að moka snjó og bæta aðgengi að húsum bæjarbúa, að aðstoða ferðaþjónustufyrirtæki við ræstingar og tiltekt, að kynna sér hvað í boði er í bæjarfélaginu, að aðstoða fólk við þrif og skreytingar í heimahúsum, að aðstoða og sýna færni við innpökkun jólagjafa, að gefa sér tíma til að spjalla við heimilsfólkið á Dalbæ og já og allt annað sem þessi frábæru ungmenni unnu í dag minnti okkur öll rækilega á það hversu dýrmætt það er að standa saman og láta okkur náungann varða og ekki síst minnir þetta okkur á að sælla er að gefa en þiggja
Hér eiga svo sannarlega vel við einkunnarorð Dalvíkurskóla :
ÞEKKING - FÆRNI - VIRÐING - VELLÍÐAN
Ég er viss um að hver einasti nemandi upplifði þetta í dag
EIGIÐ ÖLL GLEÐILEGA HÁTÍÐ
TAKK FYRIR MIG
Heiða Símonar.