Hér er kona – um konu – frá konu – til konu

Markmið námskeiðsins eru margþætt en fyrst og fremst að byggja upp og auka  sjálfsstyrk kvenna í leik og starfi. Ætlunin er að koma saman fjóra laugardaga í október og nóvember og hafa gaman – ALLAR konur í Dalvíkurbyggð velkomnar, takið með ykkur systur, frænkur, ömmur, mömmur, vinkonur og/eða vinnufélaga. Léttur hádegisverður verður í boði alla námskeiðsdagana og er námskeiðsgjaldið 25.000 kr.

 
Dags/tími/staður:       laugardagur 18. október kl 10-14, Námsverið
Umfjöllunarefni:        Sjálfstraust/sjálfsöryggi/samskiptahæfni/tíska
Framsögumenn:        Sigríður Ólafsdóttir, ráðgjafi frá Capacent og Vilborg Jóhannsdóttir, kaupmaður á Akureyri
 
Dags/tími/staður:       laugardagur 25. október kl 10-14, Námsverið
Umfjöllunarefni:       Frumkvæði/símenntun/markmiðssetning/tímastjórnun/heilsa
Framsögumenn:        Selma Dögg Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri hjá Impru og Anna Dóra Hermannsdóttir yogakennari.
                                    Kynning frá Brautargengi, Símey o.fl.
 
Dags/tími/staður:       laugardagur 1. nóvember kl 10-14, Námsverið
Umfjöllunarefni:       Framkoma/framsögn/samskiptahæfni
Framsögumenn:        Kristín Ólafsdóttir aðjunkt í framsögn og leiklist hjá KHÍ
                                   
Dags/tími/staður:       laugardagur 8. nóvember kl 10-14, Námsverið
Umfjöllunarefni:       Sjálfsstyrkur/framkoma/fullorðinsárin/staða mín í dag
Framsögumenn:        Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal - sérfræðingar í klíniskri sálfræði.