Heljuhlaupið fer fram 28. ágúst n.k. Síðasti skráningardagur fyrir hlaupið er miðvikudagurinn 25. ágúst n.k. Keppendur mæti við Sundlaug Dalvíkur kl. 8 að morgni þess 28. og þaðan verður farið með rútu í Kolbeinsdal þar sem hlaupið hefst um kl. 11. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Arnarsson í síma 466-1554 og 863-7284 og þar er einnig tekið við skráningum í hlaupið.
Framkvæmdaraðili Heljuhlaupsins 2004 er Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður.
Byrjað er við rætur Heljardalsins og strax lagt í bratta og nokkuð langa brekku en síðan minnkar hallinn töluvert að Heljaránni en hana þarf að vaða og borgar sig ekki að leita að vaði heldur bara demba sér yfir. Eftir það er leiðin í stöllum eftir veginum sem er furðu góður, bratt/minna bratt til skiptis, en nokkrir lækir eru á leiðinni. Flestir ganga bröttustu hluta leiðarinnar en þeir léttari skokka upp. Upp á topp eru ca. 7 km en þar uppi var drykkjarstöð við kofa sem þar er, eru fljótustu menn/konur 52-56 mín á leiðinni upp. Eftir það tekur við langur sprettur niður grófan malarveg og er frekar laust í honum og verður að fara varlega. Fara þarf yfir stóran læk á leiðinni ca. 4-5 m breiðann.
Þegar komið er niður á flatann er hægt að hlaupa býsna greitt eftir jeppaslóða sem þar er. Undir lokin er hlaupið yfir litla og gamla göngubrú sem er yfir Skallánna og er þaðan stutt niður á þjóðveg. Beygt er til vinstri þar og eru þá um 300 m í mark.
Fyrstu menn/konur er um og yfir einn og hálfan tíma á leiðinni.
Ofangreint er að finna á www.hlaup.is.