GREIÐSLUÁSKORUN
Hér með er skorað á gjaldendur í Dalvíkurbyggð að gera nú þegar skil til sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja á ógreiddum gjöldum sem gjaldféllu fyrir 20. nóvember 2007.
Um er að ræða m.a. eftirfarandi:
Fasteignaskatt, holræsagjald, sorphirðugjald, lóðarleigu, gatnagerðargjöld, heilbrigðiseftirlitsgjald, hundaleyfisgjald, hafnargjöld, aflagjöld, húsaleigu, vatnsskatt, aukavatnsskatt, gjald fyrir heitt vatn, leikskólagjald, tónlistarskólagjald, heimilishjálp, reikninga frá vinnuskóla, ýmis önnur gjöld.
Hafi gjöld þessi ekki verið greidd innan 20 (tuttugu) daga frá dagsetningu þessarar áskorunar má búast við því að fjárnáms verði krafist hjá skuldurum án frekari fyrirvara.
Dalvík, 21. nóvember 2007.
Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir