Grænfánahátíð

Grænfánahátíð

Í dag er stór dagur í Dalvíkurbyggð því þrír skólar fengu grænfánann í fyrsta sinn. Það voru Dalvíkurskóli, leikskólinn Krílakot og við í Kátakoti. Leikbær flaggaði grænfánanum í apríl sl.

Undanfarin tvö ár höfum við verið að vinna að því að fá að flagga grænfánanum og í dag varð það loksins að veruleika. Að flokka rusl, spara pappír, rafmagn og vatn er orðinn hluti af okkar daglega lífi. Er það einlæg ósk okkar að börnin beri með sér umhverfisvitundina heim og til sinna fullorðinsára og miðli henni síðan áfram til sinna eigin barna. Þannig eigum við öll þátt í því að gera jörðina að betri stað.

Það voru fulltrúar frá Landvernd sem afhentu okkur fánann við hátíðlega athöfn og hjálpuðu börnin til við að draga fánann að húni. Nú er það okkar markmið að halda fánanum um ókomna tíð og það gerum við með því að viðhalda þessum lífsstíl sem umhverfisvitund er. Eftir að fáninn hafði verið dreginn að húni var öllum boðið í grillveislu. Sjá myndir í myndasafni.