Um síðastliðna helgi náðu 3. og 5.flokkur UMFS í knattspyrnu góðum árangri í úrslitakeppninni í Futsal-innanhússknattspyrnu. 5.flokkur hélt til Akraness þar sem úrslitakeppnin fór fram þetta árið. Dalvíkurstrákarnir gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 3.sæti á mótinu. Þeir unnu Breiðablik 2-1, KR 2-0 en töpuðu svo gegn Fylki. Þetta tryggði liðið í undanúrslit en sá leikur gegn Fjölni tapaðist því miður. Þeir léku því um 3. sætið og sá leikur vannst glæsilega með 1-0 sigri gegn Fylki. Fjölnir vann mótið og eru því Íslandsmeistarar í Futsal - 5.flokki.
3.flokkur spilaði sína úrslitakeppni á Seltjarnarnesi. Dalvíkurstrákarnir töpuðu fyrsta leiknum gegn Gróttu 4-1 en unnu síðan mjög sterkan 2-0 sigur á ÍA. Með þessu tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum en þar tapaðist naumlega leikur gegn Fylki 2-1. Strákarnir léku því um 3.sætið, líkt og 5.flokkurinn, og unnu þann leik gegn Kormáki sannfærandi 2-0. Fylkir vann síðan mótið og eru því Íslandsmeistarar í Futsal - 3.flokki.
Frábær árangur, 3 sætið í báðum flokkum!
4.flokkur leikur svo um næstu helgi.