Fulltrúi hjá Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð - Fulltrúi


Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða fulltrúa á umhverfis- og tæknisvið. Um er að ræða nýtt starf hjá sveitarfélaginu.

Starfssvið:
  • Umsjón með rekstri og uppfærslu gagna landupplýsingakerfis
  • Skönnun teikninga í gagnagrunn
  • Miðlun gagna um skipulags- og byggingarmál á heimasíðu Dalvíkurbyggðar
  • Móttaka, skráning og utanumhald erinda
  • Reikningagerð og innheimtumál Hita- og vatnsveitu Dalvíkurbyggðar
  • Aðstoð við álagningu fasteignagjalda

    Menntunar- og hæfniskröfur;
  • Stúdentspróf æskilegt
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Samviskusemi og skipulögð vinnubrögð
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

    Umhverfis- og tæknisvið annast byggingarmál, skipulagsmál, brunavarnir og brunamál, almannavarnir og umferðarmál auk umhverfismála, náttúruverndarmála og veitumála, skv. lögum og reglugerðum þar um.

    Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.dalvik.is

    Umsjón með ráðningu

    Jónína Guðmundsdóttir - jonina.gudmundsdottir@capacent.is
    Halla Björk Garðarsdóttir - halla.gardarsdottir@capacent.is

    Umsóknafrestur til og með:

    17. desember 2007